top of page

Hvað er VR?

Sýndarveruleiki eða VR er hugtak sem er oftast notað til að lýsa þrívíddar umhverfi sem tölva myndar og er hægt að skoða og átt samskipti við einstakling.

Þú verður hluti af þessari veröld eða ferð í þetta umhverfi og á meðan það er hægt að vinna hluti eða framkvæma röð aðgerða.Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans.

Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. aldar. Síðan hefur tæknin þróast mikið og er nú meðal annars notuð í tölvuleikjum til að gefa notandanum þá hugmynd að hann sé staddur í allt öðrum heimi en hann er í raun staddur í.

 

bottom of page