top of page

Saga VR

Árið 1929 þá bjó Edward Link til “The Link Trainer” þetta var fyrsti flughermirinn sem var alveg rafvélrænn. Flugherminn var gerður því það bráðvantaði öruggari leið til að æfa flugmenn, flughermirinn var sérstaklega notaður til þess að æfa menn fyrir herinn, þessi flughermir var notaður af yfir 500,000 hermönnum.

Á fjórða áratuginum þá skrifaði Stanley G. Weinbaum sögu sem var vísindaskáldskapur, sagan heitir Pygmalion’s Spectacles en í sögunni eru gleraugu sem láta mann upplifa skáldsagnaheim gegnum hólógrafísk, lykt, bragð og snertingu þannig að Stanley G. Weinbaum spáði eiginlega að VR gleraugu myndu koma. 

Árið 1950 þá bjó Morton Heilig til the Sensorama sem var í stíl spilakassa skáps sem var með hljómtækja hátalara, 3D sýn, lyktar rafal, stól sem titraði og með viftur sem hjálpaði manni að lifa sig inní myndina.

Eitt af fyrstu tölvuleikjatækjunum sem er með 3D/VR er Sega Master System (SMS) 3D gleraugu sem birtist á 9. Áratugnum, þetta tæki endurskapaði áhrif 3D en það eru frekar léleg 3D áhrif miðað við nútíma þrívíddar tækni en það komu út meðal annars þessir leikir fyrir SMS Space Harrier, Maze Hunter, Zaxxon 3D og Missile Defense.

Árið 1995 þá kom Nintendo með ný 3D/VR gleraugu sem hét Virtual Boy sem voru svört og rauð 3D/VR gleraugu, það komu út meðal annars þessir leikir á Virtual Boy sem eru Teleroboxer, Red Alert og Mario's Tennis.

Á 10.áratugnum þá var fyrirtæki sem hét Virtuality Group vildi gera einstaka reynslu fyrir fólk í spilakassa þannig að þetta fyrirtæki gerði eitthvað sem heitir Virtual Cabinets, þar sem fólk fór inn í það,setti á sig hlífðargleraugu og fóru inn í 3D heim, það komu út meðal annars Pac-man og Zone hunter fyrir þessa Virtual Cabinets.

Fyrirtæki sem heitir Oculus VR gerði heyrnatól/gleraugu sem heitir Oculus Rift það eru meðal annars þessir leikir Doom 3, Mirror's Edge og Hawken fyrir Oculus Rift.

SONY kynnti Project Morpheus árið 2014 sem eru 3D/VR heyrnatól/gleraugu.

bottom of page